Fundur flokkanna fimm sem standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem átti að vera núna klukkan 16:00 hefur verið frestað um klukkutíma samkvæmt frétt mbl.is .

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag hefur Birgitta Jónsdóttir sagt fundinn úrslitafund um hvort hægt verði að mynda ríkisstjórn eður ei.

Segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ástæðuna vera að ræða þurfi betur ákveðin mál, en að fundinum loknum ætlar hún að ræða við forseta Íslands og greina honum frá stöðu mála.