Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, segir í viðtali við fréttastofu RÚV , að fundur flokkanna fimm sem standa í stjórnarmyndunarviðræðum, sé úrslitafundur um hvort að hægt verði að mynda ríkisstjórn eður ei. Formenn flokkanna hittust í dag klukkan tíu og hittast aftur klukkan 16.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að staða ríkisfjármála sé talsvert þrengri en gert var ráð fyrir í ríkisfjárlögum og endurómar því það sem formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, hafði áður sagt.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í færslu á Facebook síðu sinni, að hann þetta sé ekki allskosta rétt og ýjar að því að þetta sé „yfirvarp til þess að réttlæta nýja og hærri skatta.“

Eins og sakir standa þá eru viðræður flokkanna fimm, Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Málefnahópar flokkanna hafa lokið sinni vinnu.