*

mánudagur, 24. júní 2019
Erlent 24. mars 2013 14:00

Úrslitastund að nálgast á Kýpur

Farið að ræða um 25% skatt á innstæður yfir 100.000 evrum.

Ritstjórn

Það er úrslitastund að renna upp á Kýpur. Klukkan sex í dag hefst fundur á vegum Evrópusambandsins þar sem bankavandræði Kýpverja verða rædd. Í kjölfarið á þeim fundi er líklegt að þingið á Kýpur fundi þar sem reynt verður að samþykkja samning til að fá niðurstöðu í hvernig taka eigi á bankakreppunni í landinu.

Stjórnvöld á Kýpur þurfa að útvega um 5,8 milljarða evra með einhverjum ráðum svo að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og evrópski seðlabankinn útvegi þeim 10 milljarða evra lán. 

Fróðlegt verður að sjá upp á hverju ráðamenn á Kýpur taka en nú þegar hefur verið staðfest að hugmyndir um 25% skatt á allar bankainnstæður yfir 100.000 þúsund evrur verði lagður á. Þessi lágmarkstrygging samsvarar um 16 milljónum íslenskra króna. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir verða samþykktar mun það valda mikilli óánægju meðal efnaðra einstaklinga og er þegar farið að tala um hefndaraðgerðir sem Rússar gætu ákveðið að nota til að bregðast við. Rússar eiga stóran hluta af öllum innstæðum á Kýpur.

Stikkorð: Kýpur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is