*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 5. september 2018 17:00

Ursus hagnast um 227 milljónir

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, Ursus ehf., hagnaðist um 227 milljónir króna á síðasta ári en hagnaður félagsins dróst saman um 22 milljónir króna frá 2016.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir.
Eva Björk Ægisdóttir

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, Ursus ehf., hagnaðist um 227 milljónir króna á síðasta ári en hagnaður félagsins dróst saman um 22 milljónir króna frá 2016 þegar hagnaðurinn var 249 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu

Stærsta hlutabréfaeign félagsins er hlutur í Sýn en sá hlutur er bókfærður á tæpa 1,2 milljarða króna. Heildarhlutabréfaeign félagsins nemur alls 1.881 millljónum króna samanborið við 1.611 milljón króna árið 2016. 

Stjórn Ursus lagði það til að ekki yrði greiddur út arður á árinu en eigið fé félagsins í árslok nam 808 milljónum króna.