Salan á lyfinu Kadian til Actavis er að tilhlutan samkeppniseftirlitsins bandaríska (Federal Trade Commission)

Eins og kom fram í tilkynningu Actavis er lyfið keypt af King Pharmaceuticals fyrir að hámarki 127,5 milljónir Bandaríkjadala. Endanlegt kaupverð ræðst af sölu lyfsins til 30. júní 2010 en þá rennur einkaleyfavörn þess út. Kadian er forðalyf sem inniheldur morfín og er notað við krónískum verkjum.

Í frétt á heimasíðu Forbes kemur fram að King Pharmaceuticals er nýbúið að kaupa hluta af Alpharma Inc. en Actavis framleiddi einmitt lyfið fyrir þá. Fyrir átti King Pharmaceuticals lyfið Avinza sem var helsta samkeppnislyf Kadian.

King Pharmaceuticals greiddi 1,6 milljarð bandaríkjadala fyrir Alpharma Inc eða 37 dali á hlut.