Þeir sem leita leiða til heilsusamlegrar matseldar ættu ekki að vera í vanda þessa dag­ana. Töluverð gróska hefur undanfarið verið í útgáfu mat­reiðslubóka og miða margar hverjar að hollusturéttum. Þannig má finna orðið „heilsa“ eða „hollusta“ í titlum sex af tuttugu matreiðslubókum sem fjallað er um í Bókatíðindum fyrir jólin.

Auk þeirra sem beinlínis hafa orðið í titlinum eru fleiri sem sérstaklega miða að heilsusamlegu mataræði. Sem dæmi um heilsubækur jólanna má nefna happ happ hurrah, Heilsuréttir fjölskyldunnar og Hollt og hátíðlegt.