*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 12. nóvember 2020 11:32

Úrval Útsýn fellir niður jólaflug

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og ónógrar eftirspurnar hefur flugi ferðaskrifstofunnar til Kanaríeyja yfir hátíðarnar verið aflýst.

Ritstjórn
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands.
Aðsend mynd

Úrval Útsýn hefur fellt niður öll bein flug til Tenerife og Kanarí frá 19. desember til 31. janúar. Félagið greinir frá þessari ákvörðun í fréttatilkynningu.

Þar segir að umrædd ákvörðun hafi verið tekin sökum þess að aðstæður á eyjunum séu ekki eins og þær venjulega eiga að vera á sólaráfangastöðum Úrvals Útsýnar. Eins hafi ekki verið hægt að tryggja nægilega þátttöku í þessum flugum. Þetta séu því aðstæður sem eru ferðaskrifstofunni að öllu óviðráðanlegar. 

„Við höfðum haldið í vonina um að aðstæður myndu breytast til hins betra með komandi tíma, en nú er verið að herða reglurnar á Kanaríeyjunum og því aðstæður þar ekki beint spennandi fyrir viðskiptavini okkar," er haft eftir Þórunn Reynisdóttur, forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands í tilkynningunni. 

Að lokum segir að haft hafi verið samband við alla þá viðskiptavini sem eiga bókaða ferð út á þessum tíma. Þrátt fyrri niðurfelld bein flug til Tenerife og Kanarí haldi Úrval Útsýn áfram að aðstoða fólk með ferðirnar sínar um allan heim. 

Stikkorð: Tenerife flug Úrval Útsýn jól