Farþegum hjá ferðskrifstofunni Úrval Útsýn hefur verið tilkynnt að hætt hafi verð þær skíðaferðir sem fyrirhugaðar voru á vegum félagsins í janúar.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hefur farþegum verið greint frá þessu símleiðis en algengt er að fólk festi sér ferðir sem þessar með löngum fyrirvara og því margir búnir að greiða ferðirnar fyrir löngu síðan. Farþegarnir gera ráð fyrir að fá endurgreitt.

Í upphafi vikunnar keypti félag tengt Iceland Express Ferðaskrifsofu Íslands sem rekur Úrval Útsýn ásamt fleiri ferðaskrifstofum.