Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 42 punkta frá opnun og hafa bréf allra bankanna hækkað. Kaupþing banki hefur hækkað um 1,2%, Landsbanki um 1,4%, Straumur Burðarás um tæp 1,2% og Glitnir banki um 0,5%. Actavis, sem kynnti metafkomu á fyrsta ársfjórðungi í gær, er hins vegar hástökkvarinn það sem af er og hafa bréfin hækkað um 2,2%.