Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 2% í Kauphöllinni í dag. Afar lítil viðskipti eru á bak við gengishækkunina, 694 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marels um 0,35% í 17,2 milljóna króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði hins vegar á sama tíma um 0,12%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,72% og endaði í 1.015,6 stigum. Hún hefur hækkað um 0,33% í vikunni.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 131,6 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf Haga eða upp á tæpar 69,6 milljónir króna.