Úrvalsvísitalan er enn á ný kominn fast við methæðir. Í hækkanahrinu gærdagsins rauf hún í fyrsta sinn 1.025 stiga múrinn en seigu lítillega undir dagslok. Nú er hún enn á ný komin í hæstu hæðir. Ný samsetning vísitölunnar eftir hrun tók gildi 2. janúar árið 2009 og stóð hún á fyrsta degi í 1.000 stigum. Hún náði svipuðum hæðum um þetta leyti í mars í fyrra.

Vísitalan hefur hækkað um 0,28% það sem af er dags.

Gengi hltuabréfa Marel hefur hækkað um 0,68% og Icelandair Group um 0,34%. Önnur félög sem mynda Úrvalsvísitöluna hafa ekki hækkað í verði á markaði.

Bjallan í Kauphöllinni.
Bjallan í Kauphöllinni.
© BIG (VB MYND/BIG)