Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað hratt undanfarna daga og viku og fór loksins yfir þúsund stig í gær og endaði í tæpum 1.003 stigum. Fara þarf allt aftur til maí í fyrra til þess að finna gildi á vísitölunni yfir þúsund stigum. Raunar stóð úrvalsvísitalan í um 1.000 stigum vorið 2010 þannig að litið til nær tveggja ára hefur hún svo að segja staðið í stað. Vísitalan hefur hins vegar hækkað skarpt undanfarna daga og vikur og nemur hækkunin frá áramótum meira en 10%.