Úrvalsvísitalan hefur brotið 7.000 stiga múrinn í fyrsta skipti en hún er 7.038 stig og hefur hækkað um 0,74% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.683 milljónum króna.

Atlantic Petroleum hækkaði um 1,85%, FL Group hefur hækkað um 1,72%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,67% og er gengi bréfanna 30,3 krónur á hlut ? en að fara yfir 30 var sálfræðiþröskuldur, að mati sérfræðinga, Glitnir hefur hækkað um 1,14% og Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 1,14%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,63% og er 122,4 stig.