Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,05% og er 5.205 stig er markaðurinn hefur verið opinn í 13 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,2 milljörðum króna. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 4,5% og fór á tímabili niður fyrir fimm þúsund stig.

Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 4,1%, Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 4,1%, FL Group [ FL ] hefur hækkað um 4%, Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 3,9% og Landsbankinn [ LAIS ] hefur hækkað um 3,7%.

Helstu markaðir í Evrópu einnig grænir, samkvæmt upplýsingum frá Euroland. Er það í kjölfar hækkana á Wall Street og Asíu, að því er fram kemur í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Breska vísitalan FTSE100 hefur hækkað um 2,7%, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 2,8%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 3% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 2,6%.