Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1% og er 5.593 stig þegar markaðurinn hefur verið verið opinn í klukkutíma,samkvæmt upplýsingum frá markaðsvakt Mentis. Úrvalsvísitalan hækkaði í fyrsta skipti á nýju ári í gær. Frá áramótum nemur lækkun hennar 12,42%.

Breska vísitalan FTSE100 hefur lækkað um 0,4%, danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,7%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,7% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,2%, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Euroland.

Spron hefur hækkað um 5,38%, Exista hefur hækkað um 2,63%, FL Group hefur hækkað um 2%, Straumur hefur hækkað um 1,4% og Icelandair hefur hækkað um  1,3%.

Glitnir hefir lækkað um 0,3% og Atlantic Pertroleum um 3%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,5% og er 121,9 stig.