Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,02% í dag og endaði í 1.423,77 stigum. Hefur vísitalan ekki verið hærri frá hruninu 2008.

Gengi hlutabréfa Icelandair group hækkaði um 2,90% og Fjarskipta um 2,09%. Þá hækkaði gengi bréfa HB Granda um 1,95%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa TM um 1,47%, Haga um 0,74% og Eikar um 0,31%.

Velta á hlutabréfamarkaði í dag nam 1.802,5 milljónum króna og var veltan langmest með bréf Icelandair, eða fyrir 713 milljónir króna. Í dag var greint frá því að Icelandair hefði gert samning við Íslandsbanka um lánalínu upp á 70 milljónir bandaríkjadala til fimm ára.