Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,63% í dag og endaði í 1.634,58 stigum en hún hefur ekki mælst hærri frá hruni. Þá hefur hún hækkað um 24,69% frá áramótum.

Gengi næstum allra bréfa hækkuðu í dag fyrir utan Eimskip og Reiti sem stóðu í stað. Mest hækkaði gengi bréfa Össurar um 2,77%, Icelandair um 2,59% og HB Granda um 2,40%.

Mikil velta var á hlutabréfamarkaði en nam hún um 4,470 milljónum króna. Mest voru viðskipti með bréf Marels eða að verðmæti 1,765 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 1,28%.