Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 1,8% í rúmlega 315 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 1,01%, fasteignafélagsins Regins um 0,73%, Icelandair Group um 0,34% og Vodafone um 0,15%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,75% og Haga um 0,2%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og endaði hún í 1.113 stigum. Þetta var annar dagurinn í röð frá á Nýársdag árið 2009 þegar hún tók gildi sem hún endar yfir 1.100 stigum. Vísitalan hefur hækkað frá áramótum og veltan numið í kringum 2-3 milljörðum króna.

Veltan nam 1,4 milljörðum króna á markaðnum.