Heildarvelta hlutabréfa á aðalmarkaði kauphallarinnar í dag nam 3.041 milljónum króna og úrvalsvísitalan, OMXI8, lækkaði um 1,99%. 5 félög hækkuðu, en 9 lækkuðu.

Mest lækkuðu hlutabréf Marel, um 3,55%, í tæpri 1,5 milljarð króna veltu, sem einnig voru lang umfangsmestu viðskiptin, en félagið gaf út fjórðungsuppgjör í gærkvöldi . viðskipti með önnur bréf námu öll undir 250 milljónum.

Önnur bréf lækkuðu um undir 2%, þar af N1 mest með 1,65% lækkun í 137 milljón króna viðskiptum.

Bréf HB Granda hækkuðu mest, um 4,97% í 141 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu Icelandair með 2,65% hækkun í 221 milljónar króna viðskiptum, og Origo með 2,48% hækkun í 48 milljón króna viðskiptum. Önnur félög hækkuðu um um eða undir 1%.