Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,52% það sem af er dags og stendur hún nú í tæpum 1.066 stigum. Hún hefur aldrei verið hærri. Vísitalan tók gildi eftir bankahrunið á Nýársdag og var 1.000 stig á fyrsta degi. Hún hefur því samkvæmt hækkað um 6% á þessum rúmu þremur árum. Um síðustu áramót stóð hún hins vegar í 909 stigum og hefur verið á fleygiferð síðan þá. Hækkunin frá áramótum nemur 16,5%

Talsverðu munar um 4,45% hækkun á gengi Marels í dag en gengi hlutabréfa fyrirtækisins er í hæstu hæðum, 152,5 krónum á hlut.

Þá hefur gengi bréfa Haga hækkað um 0,53% og gengi bréfa Icelandair Group hækkað um 0,32%.

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur hins vegar lækkað um 0,47%.