Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,18% í viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 1.731,92 stigum en heildarveltan nam tæplega 1,1 milljarði króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,10% í 4,3 milljarða veltu, og stóð hún í lok viðskiptadags í dag í 1.235,98 stigum.

Nýherji og Sjóvá - Almennra hækkuðu

Mest hækkaði gengi bréfa Nýherja, eða um 2,28% þó það væri eingöngu í 8 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 20,20 krónur.

Næst mesta hækkunin var á gengi bréfa Sjóva-Almennra trygginga, eða um 1,01% í 61 milljón króna viðskiptum, sem skilaði genginu í 14,96 krónur hvert bréf.

Mest viðskipti í Eimskip og Icelandair

Mest viðskipti voru með bréf í Eimskipafélagi Íslands, eða um 305 milljarðar króna, og hækkuðu bréf félagsins í 0,30%. Fæst nú hvert bréf félagsins á 338,50 krónur.

Næst mest viðskipti voru með bréf í Icelandair, eða 224 milljónir króna, hækkuðu bréfin um 0,83% og fæst nú hvert bréf félagsins á 24,25 krónur.

HB Grandi og Hagar lækkuðu mest

Bréf HB Granda lækkuðu mest í verði í kauphöllinni í dag, eða um 1,33% í 26 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 26,00 krónur.

Næst mest lækkuðu bréf Haga hf. eða um 0,66% í litlum 4 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 52,60 krónur.