Heildarviðskipti með hlutabréf í septembermánuði voru 38.590 milljónir eða 1.754 milljónir á dag. Þetta er lækkun um 6% frá síðasta mánuði en hækkun um 123% frá sama mánuði á síðasta ári. Mest voru viðskipti með Icelandair Group og Marel

Úrvalsvísitalan hækkaði um 5.9% milli mánaða og stendur nú í 1.680 stigum.

Heildarvelta með skuldabréf nam 228 milljörðum í september sem er 7% hækkun frá fyrri mánuði og 34% hækkun frá sama mánuði í fyrra.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,1% í september og stendur í 1.172 stigum. Vísitala óverðtryggða skuldabréfa kauphallarinnar hækkaði um 2,3% og verðtryggða lækkaði um 0,8%.