Óhætt er að segja að hlutabréfamarkaður Kauphallarinnar hafi tekið við sér í viðskiptum dagsins eftir miklar lækkanir síðustu 6 daga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,35% í tæplega 4,2 milljarða viðskiptum dagsins og stendur nú 1.941 stigi.

Öll félögin tuttugu nema eitt á aðalistanum hækkuðu í viðskiptum dagsins. Mest hækkun varð á bréfum Origo eða 6,8% í 24 milljóna viðskiptum en þar á eftir komu bréf Icelandair sem hækkuðu um 6% í 178 milljóna viðskiptum. Alls hækkuðu 11 félög um meira en 3% í viðskiptum dagsins.

Mest viðskipti voru með bréf Marel sem hækkuðu um 3% í ríflega 1,1 milljarða viðskiptum.