Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,09% í dag. Hún hækkaði þar með um 43,4% á þessu ári. Það er mesta hækkun hennar á einu ári frá því árið 2005 þegar hún hækkaði um 64%. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 49,9% á árinu.

Velta með hlutabréf nam 1,75 milljarði króna í dag. Mest viðskipti voru með bréf Icelandair, en þau numu 633 milljónum króna. HB Grandi hækkaði mest kauphallarfélaganna, eða um 2,9%. Icelandair og Marel hækkuðu hvort um sig um 1,4%.

Velta með skuldabréf í kauphöllinni nam 1,4 milljörðum króna í dag. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 9,1% á árinu 2015 og var meðaldagsvelta 7,3 milljarðar króna.