Gengi hlutabréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hækkað um 2,61% á fyrsta viðskiptadegi nýhafins árs í Kauphöllinni. Á eftir fylgdu hlutabréf Icelandair Group, sem hækkaði um 1,79%, og Haga, sem fór upp um 0,61%. Hlutabréf Haga, sem skráð var á markað um miðjan síðasta mánuð, urðu hluti af Úrvalsvísitölunni í dag.

Á sama tíma féll gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 8,02%. Félagið hefur um skeið verið eitt þeirra sex veltumestu félaga á hlutabréfamarkaði sem myndað hefur Úrvalsvísitöluna. Þeim var skipt út úr henni fyrir Haga.

Þá lækkaði gengi hlutabréfa Marel um 1,2%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,07% og endaði í 910.31 stigi.