*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 16. mars 2018 16:31

Úrvalsvísitalan hækkar í lok vikunnar

Mest viðskipti voru með bréf Reita en Eimskip hækkaði mest í kauphöllinni í dag. Tryggingafélög lækkuðu mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,66% í 2,7 milljarða viðskiptum og fór hún upp í 1.775,21 stig. Aðalvísitala skuldabréfa stóð hins vegar næstum því í stað, nam hækkun hennar 0,01% og endaði hún í 1.368,46 stigum. Viðskiptin námu 6,9 milljörðum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Eimskips, eða um 2,40% í 71 milljóna viðskiptum og er lokagengi bréfanna nú 234,50 krónur. Næst mest var hækkun á bréfum Eikar fasteignafélags, sem hækkaði um 2,23% í 159 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins á 10,09 krónur.

Mestu viðskiptin voru svo með bréf í Reitum fasteignafélagi, eða fyrir 534 milljónir og nam hækkun á gengi bréfanna 1,26%. Er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 84,50 krónur.

Mest lækkun var á gengi bréfa TM, eða um 4,67% í mjög litlum, eða 16 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf á 35,70 krónur.
Næst mest lækkun var á gengi bréfa Sjóvá-Almenntra, eða um 2,55% í 257 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 17,20 krónur.