Úrvalsvísitala kauphallar Nasdasq Iceland lækkaði um 0,21% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.745,23 stigum. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði námu 1,5 milljörðum.

Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,71% í 842 milljón króna viðskiptum og sama var upp á teningnum hjá N1, þar sem að gengi bréfa hækkaði um 0,34% í 126 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa í Nýherja lækkuðu hins vegar um 1,16% í 44 milljón króna viðskiptum og gengi hlutabréfa TM hækkuðu um 1,6% í 25 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 1,8 milljarða viðskiptum.