Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% í kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 1.764,70 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamörkuðum nam 2,2 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,20%. Viðskipti dagsins á skuldabréfamarkaði námu 7,8 milljörðum.

Af félögum Úrvalsvísitölunnar hækkaði gengi bréfa mest í Icelandair en þau gengi þeirra hækkaði um 0,77% í 645 milljón króna viðskiptum í dag. Gengi bréfa Símans hækkuðu einnig um 0,64% í tæplega 98 milljón króna viðskiptum. Eina úrvalsvísitölufélagið þar sem að gengi bréfa lækkuðu, en bréfin lækkuðu um 0,54% í 119 milljón krónum.