Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,9% í síðasta viðskiptadegi vikunnar en heildarveltan nam 2,2 milljörðum króna. Mest hækkun var á bréfum Heimavalla eða um 4,27% í viðskiptum upp á 458 þúsund krónur.

Næst mest hækkun var á bréfum Símans eða um 2,25% í viðskiptum upp á 930,5 milljónir og standa bréf félagsins því í 47,6 krónum. Þriðja mest hækkun var á bréfum Brim, áður HB Grandi, en þau hækkuðu um 1,39% og standa nú í 36,4 krónum.

Einungis fjögur félög lækkuðu í dag en mest lækkun var á bréfum Festi eða um 1,59%. Bréf Össur lækkuðu um 1,57% og bréf ARION SDB lækkuðu um 1,14%.

Gengi íslensku krónunnar lækkaði gagnvart öllum sínum helstu gjaldmiðlum fyrir utan norsku krónuna en hún lækkaði um 0,26% gagnvart þeirri íslensku. Mest lækkaði íslenska krónan gagnvart breska pundinu en lækkunin nam 0,63%. Næst mest lækkaði hún svo gagnvart japanska jeninu eða upp á 0,57% en þriðja mesta lækkunin var gagnvart Bandaríkjadalnum eða um 0,54%.