Nokkuð var um hækkanir á gengi hlutabréfa á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag en Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,15% í dag og stendur lokagildi hennar í 1.306,20. Heildarvelta viðskipta í Kauphöllinni nam í dag tæpum 6,9 milljörðum, 5,5 milljarðar í viðskiptum með skuldabréf og 1,24 milljarðar í viðskiptum með hlutabréf á aðalmarkaði.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa í Marel eða um 2,63% en þar á eftir hækkaði gengi bréfa í HB Granda um 2,64% eftir þónokkra lækkun í vikunni. Aðeins lækkaði gengi bréfa í Fjarskiptum (Vodafone) um 1,53% og í Högum um 0,73%.