Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,14% í dag og endaði í 1858,79 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 1,15% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair Group, eða um 1,13% í viðskiptum sem hljóða upp á 1 milljarð króna. Verð á hvert bréf félagsins er þá 35,85 krónur. Einnig hækkaði gengi bréfa Haga, eða um 1,67% í 227 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvert bréf Haga er þá 48,8 krónur.

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda, eða um 2,53% í 1,3 milljarða króna viðskiptum. Verð á hvern hlut HB Granda er 34,65 krónur. Þá lækkaði gengi bréfa N1 um 1,01% í viðskiptum upp á 393 milljónir króna. Hver hlutur félagsins kostar 68,3 krónur.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var tæplega 4,6 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 9,4 milljarðar króna.