Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,74% í viðskiptum dagsins. Vísitalan endaði í 1.777,54 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaðnum nam rúmum 4 milljörðum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,12%. Hún endaði í 1.226,03 stigum.

Mest hækkun hjá Icelandair

Mest hækkun var á gengi bréfa í Icelandair, en þau hækkuðu um 1,43% í 1,3 milljarða króna viðskiptum. Gengi bréfa Símans hækkaði um 1,27% í 637 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 1,18% í 544 milljón króna viðskiptum.

Utan úrvalsvísitölufélaga þá hækkaði gengi bréfa Nýherja mest eða um 1,19% í 17 milljón króna viðskiptum. Hins vegar lækkaði gengi hlutabréfa Regins h.f. um 0,59% í 123 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 6,3 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 2 milljarða viðskiptum.

Engin velta var með bréf í vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa í dag.