Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,3% það sem af er degi og er nú rétt ríflega 6.200 stig. Sérfræðingar á markaði telja að þarna megi greina áhrif af nýrri skýrslu frá Danske Bank. Það eru fyrst og fremst fjármálastofnanir sem eru að lækka.