Úrvalsvísitalan hækkað í dag og endaði í 4.397 stigum sem jafngildir 0,23%hækkun. Hæst fór hún í 4400 stig í dag. Velta á hlutabréfamarkaði nam 3.648 milljónum króna.

Actavis hækkaði mest eða um 1,43%, OgVodafone hækkaði um 1,41%, Marel um 1,02%, Landsbankinn um 0,77% og FL Group um 0,69%. Mesta lækkun var hjá Jarðborunum eða um -2,33%.