Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 16,2%. Átta félög hafa hækkað umfram vísitöluna en mest hafa Flugleiðir (FL Group) hækkað eða um 49,4%. Félagið skilaði ágætu uppgjöri á síðasta ári og mikill gangur er í fjárfestingastarfsemi þess sem vakið hefur athygli fjárfesta segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Bakkavör kemur þar á eftir með 33,8% hækkun en félagið hefur hækkað um 14,6% frá því að tilkynnt var um bindandi yfirtökutilboð og fjármögnun á Geest þann 8. mars.

"Yfirtakan kom markaðnum ekki á óvart heldur sú það að ákveðið var að fjármagna kaupin eingöngu með lántöku og þau hagstæðu lánakjör sem fyrirtækinu buðust. Lánakjörin verða að teljast mjög hagstæð þegar horft er til þess hversu skuldsett félagið er eftir kaupin. Það sem af er marsmánuði hafa Bakkavör og Kögun skorið sig úr í hækkunum og hefur Bakkavör hækkað um 17,2% og Kögun um 15,4%. Eina félagið í vísitölunni sem hefur lækkað er Medcare Flaga, eða um 9,8% á árinu," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.