Nú þegar markaðinum hefur verið lokað á síðasta viðskiptadegi ársins blasir við að Úrvalsvísitalan íslenska hækkað um 15,8% á þessu ári sem er töluvert minna en í fyrra þegar hún hækkaði um 64,7%. Hefur vísitalan nú hækkað fimm ár í röð.

Eftir lok viðskipta í dag stendur Úrvalsvísitalan í 6410,48 stigum, hefur hækkað um tæp 22% frá sínu lægsta gildi í sumar, eða sem jafngildir 15,8% hækkun frá áramótum (leiðrétt fyrir arðgreiðslum er hækkunin 19%) bendir Kaupþing banki á í Hálffimm fréttum sínum.

"Þó hér sé ekki um að ræða hækkun í líkingu við það sem sést hefur undanfarin þrjú ár má engu að síður segja að hækkunin sé vel ásættanleg miðað við þær ytri aðstæður sem ríkt hafa á árinu," segir í Hálffimm fréttum Kaupþings banka.

Þess má geta að þessi hækkun er töluvert undir því sem greiningadeildir bankanna spáðu en flestar gerðu þær ráð fyrir að hækkunin myndi nálgast 7000 stiga múrinn.

Úrvalsvísitalan hækkaði mikið í byrjun árs og náði lokagildið hámarki um miðjan febrúar í 6.925 stigum sem er sögulegt hámark. Eftir neikvæða skýrslu Fitch í febrúar byrjaði gengi vísitölunnar að lækka hratt og náði lágmarki í ágúst og fór í 5.258 stig.