Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 3,4% í aprílmánuði, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Hinsvegar hefur vísitalan lækkað um 15,2% það sem af er ári.

Atlantic Airways [ FO-AIR ] hækkaði mest í síðasta mánuði eða um 18,2%, Spron [ SPRON ] hækkaði um 16,4%, Exista [ EXISTA ] hækkaði um 14,7% og Straumur [ STRB ] um 9,1%.

Bakkavör [ BAKK ] lækkaði mest á tímabilinu, eða um 13,6%, Flaga Group [ FLAGA ] lækkaði um 4,6% og Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] um 3,1%.

Bankarnir skipa stærstan hluta Úrvalsvísitölunnar.  Kaupþing [ KAUP ] hækkað um 6,4% á tímabilinu, Landsbankinn [ LAIS ] hækkaði um 1,4% en Glitnir [ GLB ] lækkað um 0,9%.