Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,64% það sem af er degi og er 5.665,26 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Ef heldur áfram sem horfir verður þetta þriðji dagurinn í röð sem markaðurinn hækkar eftir töluverðar lækkanir síðustu vikur.

FL Group hefur hækkað um 2,51%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,83%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,79%, Glitnir hefur hækkað um 1,75% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,19%.

Flaga er eina félagið sem lækkað hefur það sem af er degi og nemur lækkunin 1,23%.

Gengisvísitala krónunnar hefur lækkað 1,74% og er 128,37 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka. Krónan hefur því styrkst um sem því nemur.