Úrvalsvísitalan hækkaði um 11% á öðrum ársfjórðungi og slegið met daglega frá 19. júní, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 30% og síðustu 12 mánuði um 53,3%.

?Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitalan verið á stöðugri uppleið og hafa sveiflur á henni ekkert verið í líkindum við sveiflur síðasta árs. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var lægri en á þeim fyrsta en þá nam hækkunin, án tillits til minni arðgreiðslna, 17%. Hækkunin nú er þó mun hærri en á öðrum ársfjórðungi síðasta árs en þá lækkaði vísitalan um 7%. Frá því að vísitalan náði sínu lægsta gildi 27. júlí árið 2006 hefur hún hækkað um 41%,? segir greiningardeildin.