Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,28% það sem af er degi og er 8.096 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Vegna væntinga á markaði hafði Úrvalsvísitalan hækkað vel á örðum fjórðungi en óróleiki á fjármálamörkuðum þurrkaði hækkunina út. Miklar lækkanir hafa verið á undanförnum dögum á hlutabréfamörkuðum um allan heim.

Century Aluminium hefur hækkað um 2,98%, Bakkavör Group hefur hækkað um 2,45%, Glitnir hefur hækkað um 1,97%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,57% og Eik banki hefur hækkað um 1,56%.

Icelandic Group hefur lækkað um 0,83%, Föroya banki hefur lækkað um 0,81%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,27% og FL Group hefur lækkað um 0,19%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,01% og er 121,5 stig.