Úrvalsvísitalan hækkaði um 16,9% á fyrsta fjórðungi en sé leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði vísitalan um 19,1%, segir greiningardeild Glitnis.

?Það eru mikil umskipti frá fjórða fjórðungi 2006 en Úrvalsvísitalan hækkaði þá um 2,0% eftir 14,8% lækkun á þriðja fjórðungi 2006. Fjórðungurinn einkenndist af nær stöðugri hækkun þar sem fjármála- og fjárfestingafélögin drógu vagninn,? segir hún.

Exista hækkaði mest á fjórðungnum eða um 28,1% og Kaupþing hækkaði næst mest eða um 24,1%. ?Talsverð tengsl eru á milli þessara félaga því hlutabréf Kaupþings eru stærsta einstaka eign Exista og er verðþróun þeirra því nátengd. Sem fyrr segir, þá drógu fjármála- og fjárfestingarfélög vagninn og skiluðu rekstrarfélögin mun minni hækkun á fjórðungnum að undanskyldu Actavis. Allmörg rekstrarfélaganna eru að endurskipuleggja rekstur sinn um þessar mundir vegna ytri vaxtar og hefur sú endurskipulagning komið niður á afkomu félaganna,? segir greiningardeildin.

Gengi sjö félaga lækkaði á fjórðungnum. ?Bréf 365 lækkuðu mest, eða um 25,9% og næst komu bréf Flögu og Icelandic sem lækkuðu um 9,9%,? segir hún.