Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,13% og er 7.459 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5, en markaðurinn hefur verið opinn í 50 mínútur. Veltan nemur 3.850 milljónir.

Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,47% og daginn þar áður um 2,53% en hlutabréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína.

Mosaic Fashions hefur hækkað um 4,64%, FL Group hefur hækkað um 3,99%, Landsbankinn hefur hækkað um 2,51%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,48% og Kaupþing hefur hækkað um 2,13%.

Marel hefur lækkað um 0,95%, Teymi hefur lækkað um 0,61% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,37%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,08% og er 119,3 stig.