Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 1% í tiltölulega litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Haga um 0,83%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Marel um 0,71% og Icelandair Group um 0,14%.

Úrvalsvísitalan hækkaði í kjölfarið um 0,10% og endaði vísitalan í rétt rúmum 1.000 stigum. Hún hefur hækkað um 9,9% frá áramótum. Vísitalan tók gildi á Nýársdag árið 2009 og var hún 1.000 stig á fyrsta degi. Vísitalan er þessu samkvæmt á sama stað í dag og hún var fyrir rúmum þremur árum.