Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,05% í dag og er nú komin aftur niður fyrir 2.000 stig í vikunni eða í 1997,93 stig. Viðskiptablaðið fjallaði um það í lok apríl þegar vísitalan fór í fyrsta skiptið upp fyrir 2.000 stig.

Mest hækkun var á bréfum Kviku en þau hækkuðu um 0,78% í viðskiptum upp á 240 milljónir sem er á sama tíma mestu viðskipti dagsins, hvert bréf nú komið í 10,3 krónur. En eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í dag seldi Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fyrir um það bil 192 milljónir í Kviku í dag. Næst mest hækkun var á bréfum Haga en þau hækkuðu um 0,58% og standa nú í 39,33 krónum.

Össur hækkaði einnig töluvert eða um 3,67%, upp í 50,80 danskar krónur, eða sem samsvarar 942,19 íslenskum krónum. Félagið er nú eingöngu skráð á dönsku kauphöllina.

Mest lækkun var á bréfum Brim, áður HB Grandi, en þau lækkuðu um 2,77% og standa nú í 36,9 krónum. Næst mest lækkuðu bréf Skeljungs eða um 1,15% í einungis 11,6 milljón króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkun dagsins var á bréfum Sýn eða um 0,94% í viðskiptum upp á 25,4 milljónir og kosta bréfin nú 26,25 krónur hvert.

Krónan hækkar gagnvart flest öllum sínum helstu gjaldmiðlum

Enn heldur breska pundið áfram að hækka gagnvart íslensku krónunni en hækkunin nam 0,62% í dag og fæst pundið nú á 155 íslenskar krónur.

Mest hækkaði íslenska krónan gagnvart þeirri norsku eða um 0,55%. Aðrir gjaldmiðlar sem íslenska krónan hækkaði gagnvart voru meðal annars japanska jenið, danska krónan, Bandaríkjadalinn og evruna.