Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 1.34 stigum. Vísitalan endaði í tæpu 1.041 stigi á föstudag í síðustu viku í hækkanahrinu á hlutabréfamarkaði og hafði hún þá aldrei verið hærri.

Vísitalan fór yfir 1.000 stigin um miðjan síðasta mánuð og hefur ekki farið undir þau aftur síðan þá.

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 0,98% í dag og Marel um 0,67%. Ekki varð önnur breyting á gengi hlutabréfa.

Bjallan í Kauphöllinni.
Bjallan í Kauphöllinni.
© BIG (VB MYND/BIG)