Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um 1,5% frá því að opnað var fyrir við viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú í 2.999 stigum.

Klukkan 13:05 fór Úrvalsvísitalan niður fyrir 3.000 stig en samkvæmt Markaðsvakt Mentis er þetta í fyrsta skipti frá því í júlí árið 2004 sem Úrvalsvísitalan fer svo lágt.

Þann 9. júlí 2004 var gildi Úrvalsvísitölunnar við lok markaða2.989,1 stig en næsta viðskiptadag á eftir, þann 12.júlí var gildi hennar 3.001 stig við lok markaða en síðan þá hefur hún ekki farið niður fyrir 3.000 stig fyrr en nú.

Velta með hlutabréf í dag eru rúmar 400 milljónir króna það sem af er degi.