Við lokun markaða í dag stóð vísitalan í 8.280 stigum og er komin undir lokagildi annars ársfjórðungs, 8.299 stig, segir greiningardeild Landsbankans.

?Úrvalsvísitalan hækkaði nær stöðugt framan af ári og þann 18. júlí lokaði hún í 9.016 stigum, hæsta gildi sínu hingað til. Þá hafði vísitalan hækkað um 41% frá áramótum. Eftir lækkun síðustu vikna mælist hækkun vísitölunnar frá áramótum 29%,? segir greiningardeildin.

Landsbankinn hefur spáð því að hækkun vísitölunnar, frá upphafi til loka ársins verði 37%.