Gengi hlutabréfa hefur hækkað talsvert í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengishækkunin hefur þrýst Úrvalsvísitölunni upp um 1,19% og stendur hún nú í 1.201 stigi. Vísitalan, sem var tekin upp á Nýársdag árið 2009 hefur aldrei verið hærri.

Gengi bréfa Icelandair Group hefur hækkað um 2,81% í viðskiptum upp á tæpar 290 milljónir króna. Þá hefur gengi bréfa Haga hækkað um 2,19% í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur gengi bréfa Vodafone hækkað um 1,94%, Eimskips um 0,97%, Marel um 0,95% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,73%. Á sama tíma hefur gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkað um 0,38%.

Heildarveltan í Kauphöllinni nemur það sem af er degi rúmum 1,1 milljarði króna.