Úrvalsvísitalan OMXI10 hefur nú fallið um 20,5% síðastliðna 12 mánuði og hefur ekki lækkað hraðar á þann mælikvarða síðan í hruninu. Sé vísitalan leiðrétt fyrir arðgreiðslum er staðan ögn skárri, eða 18,2% lækkun.

Heildarvísitalan, OMXIPI sem nær yfir öll skráð félög, stendur í 5,4% 12 mánaða lækkun, og frá áramótum nemur hún 11%, en 2,5% og 8,3% að teknu tilliti til arðs.

Síðastliðið ár hefur verið nokkrum félögum þungt, sér í lagi þó Marel og Iceland Seafood sem hvort um sig hafa fallið um rúm 47%, og hvorugt hefur verið lægra á því tímabili en þau eru í dag. Aðeins 5 hafa lækkað, en 15 hækkað. Að þeim undanskildum nemur mesta 12 mánaða lækkunin 15% hjá Kviku. Síldarvinnslan hefur hækkað mest síðasta árið, um 74%, en Brim og Sýn hafa einnig hækkað um rúman helming. SKEL fjárfestingafélag hefur hækkað um 40% og Eimskip um 36%.