Úrvalsvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,21% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréf var 1,55 milljarðar króna en viðskipti með skuldabréf námu rúmum 9,6 milljörðum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,36%.

Langmest viðskipti voru með bréf í Icelander, eða ríflega 592 milljónir króna. Þá voru viðskipti með bréf í Högum tæpar 300 milljónir króna.

Mest hækkun var hjá Nýherja, eða 2,83%, en viðskipti með bréfin voru afar lítil og námu minna en milljón krónum. Þá hækkaði Össur um 1,32%, N1 um 0,94%, Eimskip um 0,64% og Icelandair um 0,37%.

Mest var lækkunin hjá HB Granda, eða 1,88%. VÍS lækkaði um 0,82%, Reitir um 0,57%, Marel um 0,50%, Hagar um 0,39%, Reginn um 0,32% og TM og Vodafone um 0,24%.